Byrjunarlið Watford og Everton – Gylfi á sínum stað

Watford tekur á móti Everton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 17:30 og eru byrjunarliðin klár.

Heimamenn hafa ekki verið að spila neitt sérstaklega vel að undanförnu en liðið er í þrettánda sæti deildarinnar með 30 stig en getur skotist upp í það tíunda með sigri í dag.

Everton er í níunda sætinu með 34 stig en getur jafnað Burnley að stigum sem er í sjöunda sætinu með sigri.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Watford: Karnezis (GK); Janmaat, Mariappa, Prödl, Holebas; Doucouré, Capoue; Deulofeu, Pereyra, Richarlison; Deeney (C).

Everton: Pickford; Martina, Keane, Williams, Kenny; Davies, Gueye, Rooney; Walcott, Niasse, Sigurdsson.


desktop