Cahill útskýrir af hverju hann hjálpaði Lingard á fætur

Gary Cahill, leikmaður Chelsea, hefur útskýrt af hverju hann hjálpaði Jesse Lingard á fætur fyrir annað mark Manchester United í 2-0 sigri á Chelsea í dag.

Cahill einbeitti sér frekar að því að hjálpa Lingard á fætur frekar en að reyna að stöðva sókn United sem var enn í gangi.

,,Ég sé ekki hvernig þetta hefur mögulega getað kostað okkur því þetta var ekki nálægt skotinu,“ sagði Cahill.

,,Ég var stressaður þarna og ég var 50/50 á því hvort þetta hafi verið vítaspyrna eða ekki.“

,,Hann kom fyrir framan mig og ég greip í hann. Ég ákvað að lyfta honum upp. Stundum verðuru að gera það.“


desktop