Carragher býst við að nýja reglan hafi slæm áhrif á United

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, býst við fleiri vandræðum hjá Manchester United á næstu leiktíð.

United hefur verið í veseni á þessu tímabili en leikjaálagið var mikið og eru margir leikmenn meiddir.

Enska knattspyrnusambandið staðfesti það í dag að leikmönnum verði refsað harkalega fyrir að dýfa sér á næstu leiktíð.

Samkvæmt Carragher þýðir það vesen fyrir United en hann vill meina að leikmenn liðsins séu duglegir að detta.

Carragher hefur eins og mátti búast við fengið mikinn skít frá stuðningsmönnum United.

Þetta má sjá hér.


desktop