Carragher með svakalegt skot á Phil Neville og David Moyes

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports er í góðu sambandi við sitt fyrrum félag.

Hann var mættur á æfingasvæði félagsins á dögunum þar sem hann tók viðtal við nýjasta leikmann liðsins, Virgil van Dijk.

Hollendingurinn byrjaði sinn fyrsta leik á dögunum gegn Everton þar sem hann skoraði sigurmark leiksins á lokamínútunum í 2-1 sigri liðsins.

Carragher birti mynd af sér á Twitter með Van Dijk og þá spurði Phil Neville, fyrrum leikmaður Everton og Manchester United hvort hann ætti heima á æfingasvæði Liverpool.

„Hér er ég alltaf velkominn, ólíkt þér á Carrington æfingasvæðinu (Æfingasvæði Manchester United) eftir klúðrið hjá þér og David Moyes um árið,“ sagði Carragher.


desktop