Carrick segir að Lukaku muni finna fyrir pressu

Michael Carrick fyrirliði Manchester United segir að Romelu Lukaku framherji félagsins sé undir pressu.

United keypti Lukaku fyrir viku síðan á 75 milljónir punda frá Everton.

Þrátt fyrir að kunna að skora á Englandi getur það reynst öðruvísi fyrir stórlið eins og Manchester United.

,,Skrefið er afar stórt, ég fann það þegar ég kom sjálfur frá Tottenham,“ sagði Carrick.

,,Þetta er rosalega stórt skref, það er ekki hægt að útskýra það fyrir fólki nema að það upplifi það.“

,,Hann finnur fyrirþví sama, það hjálpar honum að hafa reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Hann veit hvernig hlutirnir virka, þetta snýst um að höndla pressuna hérna.“

,,Hann var að koma, þetta er ein vika af æfingum og 45 mínútu í leikur gegn Galaxy. Það er því ekki hægt að dæma neitt.“


desktop