Cech orðinn pirraður á að ná ekki að halda hreinu

Petr Cech, markvörður Arsenal, er orðinn smá pirraður á því að ná ekki að halda markinu hreinu.

Cech hefur spilað átta deildarleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að ná að halda marki sínu hreinu.

Það hefur aldrei gerst á ferli Cech áður en hann var lengi aðalmarkvörður Chelsea áður en hann fór til Arsenal.

,,Það mikilvægasta er augljóslega liðið og sigrarnir en það er stundum gott að halda hreinu og að vera með stöðuga varnarlínu,“ sagði Cech.

,,Þetta hefur verið öðruvísi mót, ég held að ég sé búinn að standa mig vel en við höfum nú spilað marga leiki þar sem við fáum á okkur allavegana eitt mark.“


desktop