Chamberlain braut reglu Klopp

Alex Oxlade-Chamberlain leikmaður Liverpool braut reglu sem Jurgen Klopp hafði sett hjá félaginu.

Chamberlain var ekki kominn til félagsins þegar þýski stjórinn setti regluna.

Reglan er sú að leikmenn Liverpool eiga ekki að koma við This is Anfield skiltið.

Kantmaðurinn sem kom frá Arsenal síðasta sumar ákvað hins vegar að snerta skiltið fyrir leik gegn Everton á föstudag.

Klopp vill að skiltið verði ekki snert fyrr en leikmenn Liverpool vinnur titla.

,,Ég hef sagt leikmönnum að snerta ekki skiltið fyrr en þeir vinna eitthvað, þetta snýst um virðingu,“ sagði Chamberlain.

Mynd af þessu er hér að neðan.


desktop