Chelsea boðið að kaupa Aubameyang

Chelsea hefur fengið boð um að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang framherja Dortmund.

Sky Sports segir frá þessu en þar segir að Dortmund vilji 70 milljónir punda fyrir hann.

Aubameyang er afar öflugur framherji frá Gabon en hann vill burt frá Dortmund.

Antonio Conte vill kaupa framherja en hann missti af Romelu Lukaku til Manchester United.

Nú hefur hann áhuga á Alvaro Morata en gæti snúist hugur og krækt í Aubameyang sem á einnig í viðræðum við AC Milan og lið í Kína.


desktop