Chelsea býst við Diego Costa á æfingar innan tíðar

Chelsea býst við því að Diego Costa mæti til æfinga á næstunni eins og kveður á um í samningi hans.

SKy Sports fjallar um málið en Costa hefur verið sektaður um nokkura vikna laun fyrir að mæta ekki til æfinga.

Costa fékk þau skilaboð í sumar að Antonio Conte ætlaði sér ekki að nota hann. Framherjinn vill því burt og vill ekki æfa með liðinu.

Conte ætlar bara að láta Costa æfa með varaliðinu og hann telur það vera fyrir neðan sína virðingu.

Chelsea heimtar það hins vegar að Costa mæti á æfingar svo að hann fái greitt en hann vonast til að ganga í raðir Atletico Madrid á næstu dögum.


desktop