Chelsea með öruggan sigur á WBA

Chelsea 3 – 0 WBA
1-0 Eden Hazard (25′)
2-0 Victor Moses (63′)
3-0 Eden Hazard (71′)

Chelsea tók á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Eden Hazard kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1-0 í leikhléi.

Victor Moses tvöfaldaði forystu heimamanna á 63. mínútu og Hazard gerði svo út um leikinn með glæsilegu marki á 71. mínútu og lokatölur því 3-0 fyrir Chelsea.

Heimamenn eru því komnir með 52 stig og skjótast upp í fjórða sæti deildarinnar en WBA er sem fyrr á botninum með 20 stig, 7 stigum frá öruggu sæti.


desktop