Chicharito færist nær því að snúa aftur til Englands

West Ham færist nær því að ganga frá kaupaum á Javier Hernandez frá Bayer Leverkusen. Sky segir frá.

Hernandez vill 140 þúsund pund í laun á viku en West Ham reynir að breyta því.

West Ham vill lækka föstu launin hans en bjóða Chicharito veglega bónusa.

Hægt er að kaupa Hernandez á 13 milljónir punda frá Leverkusen en hann lék í mörg ár með Manchester United.


desktop