City að draga sig út úr kapphlaupinu um Fred?

Manchester City íhugar nú að draga sig út úr kapphlaupinu um Fred, miðjumann Shakhtar Donetsk en það er Mail sem greinir frá þessu.

Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við City, undanfarna mánuði en hann var ansi nálægt því að ganga til liðs við félagið í janúarglugganum.

Þá hefur Manchester United einnig augastað á leikmanninum og var talið líklegt að félögin myndu berjast um leikmanninn í sumar.

Fred er hins vegar sagður vilja fara til City en Pep Guardiola vill bæta miðjumanni við liðið í sumar.

Julian Weigl, miðjumaður Borussia Dortmund er sagður á óskalista Guardiola en hann er eftirsóttur af stærstu liðum heims.


desktop