Clement varar Gylfa við

Paul Clement, stjóri Swansea, hefur varað Gylfa Þór Sigurðsson við því að semja við annað félag.

Gylfi er á óskalista liða á Englandi en bæði Everton og West Ham eru sögð vilja fá okkar mann í sumar.

Clement segir Gylfa þó að passa sig og minnir á dvöl hans hjá Tottenham þar sem hann var oft varamaður.

,,Hann er með mikinn metnað og ég skil það en hlutirnir gengu ekki upp hjá honum hjá Tottenham,“ sagði Clement.

,,Hann má ekki fara í sömu stöðu og hann var í þar. Hann vill ekki fara í annað lið og komast að því að hann fær ekki að spila.“


desktop