Clyne ferðaðist með Liverpool til Portúgals

Nathaniel Clyne, bakvörður Liverpool ferðaðist með liðinu til Portúgal en það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu.

Clyne hefur ekkert spilað með Liverpool á þessari leiktíð vegna bakmeiðsla en hann fór í aðgerð í desember vegna meiðslanna.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool greindi frá því í desember að Clyne myndi að öllum líkindum snúa aftur til leiks í febrúar en vildi þó ekki lofa neinu.

Clyne mun hins vegar ekki taka þátt í leiknum gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, samkvæmt Echo.

Aðal ástæða þess að hann fór með var sú að Klopp vildi nýta tækifærið og láta leikmanninn æfa vel í heitara loftslagi en á Englandi.


desktop