Conte biður um jákvæðni fyrir einvígið við Börsunga

,,Við verðum að vera jákvæðir,“ sagði Antonio Conte stjóri Chelsea eftir að dregið var í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Conte og félagar mæta Barcelona í 16 liða úrslitum en keppnin hefst á nýjan leik í febrúar.

,,Við vitum vel að á þessu stigi í keppninni þá eru allir leikir erfiðir. Við verðum að vera klárir í að mæta Barcelona.“

,,Þegar þú leikur gegn Barcelona þá þarftu að vera 120 prósent bæði heima og úti til að eiga séns.“


desktop