Conte hvetur Terry til að halda áfram

Antonio Conte, stjóri Chelsea, vonar að fyrirliði liðsins, John Terry, muni halda áfram að spila á næstu leiktíð.

Terry hefur gefið það út að sé á förum frá Chelsea í sumar en hvort skórnir fari á hilluna er ekki komið í ljós.

,,John getur klárlega haldið ferlinum áfram. Við vitum það öll að hann vill spila reglulega og ákvað þess vegna að fara,“ sagði Conte.

,,Hann sterkur. Þegar ég þurfti á honum að halda þá sýndi hann það. Þegar þú kemst á þennan stað á ferlinum er mikilvægt að hafa löngun til að halda áfram að berjast á hverjum degi.“

,,Ef þú finnur þá tilfinningu þá er það rétt að halda ferlinum áfram og ég held að það sé þannig hjá John.“


desktop