Conte: Morata þarf tíma

Antonio Conte, stjóri Chelsea hefur kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins sýni Alvaro Morata þolinmæði.

Morata hefur verið talsvert gagnrýndur síðan hann kom til félagsins frá Real Madrid, síðasta sumar.

„Það má ekki gleymast að þetta er hans fyrsta tímabil á Englandi,“ sagði Conte.

„Hann er vanur að sitja á bekknum þar sem hann hefur verið, hann þarf tíma til þess að venjast deildinni,“ sagði hann að lokum.


desktop