Conte útilokar ekki að yfirgefa Chelsea

Antonio Conte, stjóri Chelsea útilokar ekki að yfirgefa félagið þegar tímabilinu lýkur í vor.

Hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu og hafa þeir Massimiliano Allegri og Luis Enrique verð nefndir sem hugsanlegir arftakar hans.

Conte var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort hann væri á förum en hann á ár eftir af samningi sínum við enska félagið.

„Það getur allt gerst í fótbolta og fólk þarf að vera undir það búið,“ sagði Conte.

„Ég er ánægður hérna, það var erfitt að koma hingað fyrst. Þetta var allt nýtt fyrir mér og ég hafði ekki mikla reynslu að búa erlendis.“

„Ég á ár eftir af samningi mínum og ég hef ekki lokið minni vinnu hérna en ef félagið ákveður að senda mig burt þá verð ég bara að taka því,“ sagði hann að lokum.


desktop