Costa bað Fabregas að skila kveðju á Conte – Var í Atletico treyju

Diego Costa var að skemmta sér vel í heimalandi sínu, Brasilíu í gær þegar hann fór í beina útsendingu á Instagram.

Costa var að skemmta sér með góðum vinum og bað meðal annars Cesc Fabregas að skila kveðju á Antonio Conte stjóra Chelsea.

Conte vill losna við Costa frá félaginu og þarf Costa ekki einu sinni að mæta til æfinga.

Framherjinn skellti sér í treyju Atletico Madrid en hann er að öllum líkindum að ganga í raðir félagsins.

Myndir af þessu eru hér að neðan.


desktop