Coutinho sannfærður um að sóknarmaður Liverpool yfirgefi félagið fyrir Real Madrid

Philippe Coutinho, sóknarmaður Barcelona er sannfærður um að Mohamed Salah muni yfirgefa félagið fyrir Real Madrid en það er Don Balon sem greinir frá þessu.

Salah hefur verið magnaður fyrir Liverpool á þessari leiktíð og er markahæsti leikmaður liðsins með 23 mörk á leiktíðinni.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu en hann kom til Liverpool síðasta sumar frá Roma.

Coutinho varð dýrasti leikmaður í sögu Liverpool þegar félagið seldi hann til Barcelona fyrir 142 milljónir punda.

Stuðningsmenn Liverpool voru svekktir að sjá hann fara enda búinn að vera algjör lykilmaður á Anfield, undanfarin ár og nú gæti Salah farið sömu leið til Spánar.


desktop