Crespo: Perisic gæti farið til Chelsea

Hernan Crespo, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Ivan Perisic gæti gengið í raðir félagsins í sumar.

Perisic hefur endalaust verið orðaður við Manchester United en hann er ekki til sölu samkvæmt Inter Milan

,,Það er möguleiki á að hann gangi í raðir Chelsea en hann spilar vinstra megin þar sem þú ert með Eden Hazard, (Perisic), og Marcos Alonso,“ sagði Crespo.

,,Hann gæti spilað í gegnum miðjuna eða hægra megin Hann er góður leikmaður og ég veit ekki hvort Inter vilji selja“

,,Ég held að þeir vilji það ekki en þetta snýst allt um peninga eins og allt annað.“


desktop