Daily Mail: Gylfi mun fá tæpa 3,7 milljarða í laun hjá Everton

Enska götublaðið Daily Mail slær því fram að Gylfi Þór Sigurðsson muni þéna 100 þúsund pund á viku hjá Everton.

Gylfi gekk í gær í raðir Everton frá Swansea fyrir um 45 milljónir punda.

100 þúsund pund á viku eru tæpar 14 milljónir á gengi dagsins en svo eru teknir af því skattar.

Ef tölur Daily Mail eru réttar mun því Gylfi fá tæpa 3,7 milljarða í laun á næstu fimm árum frá enska félaginu miðað við gengi dagsins.

Ljóst er að Gylfi er lang launahæsti íþróttamaður Íslands í dag og líklega hefur enginn knattspyrnumaður þénað jafn mikið og hann á viku.

Ferill Gylfa hefur verið frábær en dugnaður í bland við mikla hæfileika hefur skilað Gylfa eins og langt og raun ber vitni.

Fyrsti leikur Gylfa fyrir Everton verður á mánudag er liðið heimsækir Manchester City.

Meira:
Gylfi fagnar því að Breiðablik og FH fái tugi milljóna
Gylfi býst við að vera á bekknum – Verður slegist um föstu leikatriðin
Gylfi Þór: Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikil vitleysa er skrifuð
Gylfi Þór um kaupverðið – Set sjálfur mikla pressu á mig
Breytir Everton um nafn á heimavelli sínum? – SoGoodson Park


desktop