Dalglish segir Klopp hinn fullkomna stjóra fyrir Liverpool

Kenny Dalglish fyrrum stjóri og leikmaður Liverpool segir að Jurgen Klopp sé hinn fullkomni stjóri fyrir Liverpool.

Klopp er búin að stýra Liverpool í tvö ár og í fyrsta sinn heyrast efasemdaraddir.

Liverpool spilar afar skemmtilegan fótbolta en stundum vantar upp á árangurinn.

,,Þetta er mjög skemmtilegt að horfa á, stundum erfitt fyrir hjartað,“ sagði Dalglish.

,,Við erum með besta mögulega stjórann fyrir okkur, hann er hinn fullkomni stjóri fyrir félagið og félagið er fullkomið fyrir hann.“

,,Hann tók við liðinu vegna þess hvernig stjóri hann er, við viljum frekar vinna 3-2 en 1-0. Hans hugmyndafræði er þannig og þannig fékk hann starfið. Við viljum þetta.“


desktop