De Bruyne gerði fimm og hálfs árs samning við City

Kevin de Bruyne hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City.

De Bruyne er líklega besti leikmaður liðsins og hefur verið hreint frábær í ár.

Samningur De Bruyne er til 2023 og tryggir honum talsverða launahækkun.

Sagt er að De Bruyne verði launahæsti leikmaður City en hann hefur verið öflugur í ár.

De Bruyne hefur lagt upp tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.


desktop