De Bruyne um rifrildi sitt við Silva – Rífst stundum svona við konuna

Manchester City vann nauman 2-1 sigur á Napoli í Meistaradeild Evrópu í gær en gestirnir frá Ítalíu klikkuðu á einni vítaspyrnu í leiknum en skoruðu úr þeirr næstu sem liðið fékk.

Kevin de Bruyne eins og svo oft áður var í stuði með City í gær en í hálfleik var hann reiður.
De Bruyne vildi fara og ræða við dómarann sem hafði spjaldað hann en David Silva og liðsfélagar hans voru ekki á sama máli. Silva stoppaði De Bruyne sem var ekki sáttur með liðsfélaga sinn og gargaði á hann.

,,Leyfðu mér að tala,“ gargaði miðjumaðurinn frá Belgíu nokkrum sinnum.

,,Við vorum bara að ræða saman, mínútu síðar er það gleymt. Ég á svona samræður stundum við konuna líka,“ sagði De Bruyne.

,,Stundum þarf þetta, þetta er ekki alltaf jákvætt. Þetta var ekki merkilegt.“

Atvikið má sjá hér að neðan.


desktop