Defoe gefur í skyn að hann gæti yfirgefið Sunderland

Jermain Defoe, framherji Sunderland gæti yfirgefið félagið í sumar.

Defoe var valinn í enska landsliðið á dögunum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2013 sem kappinn er í hópnum.

Framherjinn hefur verið magnaður fyrir Sunderland á leiktíðinni og hefur skorað 14 mörk fyrir félagið sem situr á botninum í ensku úrvalsdeildinni með 20 stig.

Sunderland er fimm stigum frá öruggu sæti þegar tíu leikir eru eftir af deildinni en fari svo að liðið falli segist Defoe ætla að íhuga það alvarlega að fara.

Stór partur af ákvörðun hans er sú að hann vill vera í enska landsliðshópnum og telur hann að möguleikar hans muni minnka mikið ef hann spilar í ensku Championship deildinni.


desktop