Dele Alli hugsar ekki um þá sem kalla hann dýfukóng

Dele Alli miðjumaður Tottenham er að fá það orð á sig að fara auðveldlega niður í teig andstæðinga sinna.

Alli hefur á þessu tímabili stundum verið að dýfa sér og það líkar sumum ekki.

Alli lætur þessa gagnrýni ekki á sig fá og hlustar ekki á þetta.

,,Fólk er alltaf að reyna að tala um eitthvað, ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á mig,“ sagði Alli.

,,Ég held bara áfram að einbeita mér að mínum leik og reyni að spila vel.“

,,Ég hlusta ekki á þetta, ég hugsa bara um fótbolta. Ég tek ekki þátt í svona umræðum um mig, ég spila bara.“


desktop