Dembele: Þurfum að leggja hart að okkur í Evrópudeildinni

Moussa Dembele, sóknarmaður Celtic segir að félagið þurfi að leggja hart að sér í Evrópudeildinni.

Celtic hafnaði í þriðja sæti B-riðils og verður því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit keppninnar.

„Við þurfum að einbeita okkur að jákvæðu hlutunum og það er Evrópudeildin,“ sagði Dembele.

„Við þurfum að sýna smá karakter núna og gera vel í þessari keppni,“ sagði hann að lokum.


desktop