Dortmund hreyfði við öllum með frábæru svari um Liverpool

Stuðningsmenn ársins valdir í fyrsta sinn í gær þegar lokahóf FIFA fyrir árið 2016 fór fram

Þar voru það stuðningsmenn Liverpool og Dortmund sem hrepptu verðlaunin fyrir söng sinn á You’ll Never Walk Alone á Anfield þegar liðin mættust í Evrópudeildinni.

Tólfan, stuðningsmannsveit íslenska landsliðsins var einnig tilnefnd til verðlaunanna en eins og áður sagði voru það stuðningsmenn Liverpool og Dortmund sem hrepptu verðlaunin.

Liverpool þakkaði fyrir sig í gær en Dortmund hreyfði við mörgum með frábæru svari um verðlaunin.

,,Þakka ykkur fyrir, að okkar mati eiga þessi verðlaun að vera fyrir 96 fórnarlömbin úr harmleiknum á Hillsborough,“ skrifaði Dortmund á Twitter.

Færslan er hér að neðan.


desktop