Dortmund þarf að borga Chelsea 53 milljónir punda fyrir Batshuayi

Michy Batshuayi framherji Chelsea er í láni hjá Borussia Dortmund og hefur staðið sig vel.

Framherjinn frá Belgíu hefur raðað inn mörkum fyrir Dortmund og vill félagið kaupa hann.

Sagt er að Chelsea vilji 53 milljónir punda fyrir þennan öfluga framherja.

Batshuayi var ekki í uppáhaldi hjá Antonio Conte stjóra Chelsea sem vildi ekki oft spila honum.

Hann var lánaður til Dortmund eftir að Olivier Giroud kom og nú vill Dortmund festa kaup á honum.


desktop