Eiður Smári æfir með Breiðabliki

Eiður Smári Guðjohnsen æfir með Breiðabliki þessa dagana en Fótbolti.net greinir frá þessu.

„Hann vildi fá að spila fótbolta. Honum finnst ekki gaman að vera bara í ræktinni og hann vildi breyta til,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

Eiður Smári er án félags og hefur verið það frá því undir lok síðasta árs þegar hann yfirgaf Pune City á Indlandi.

Eiður gat aldrei spilað með félaginu vegna meiðsla en hann hefur ekki ákveðið næstu skref sín.

Sóknarmaðurinn knái hefur farið víða á ferli sínum en síðustu daga og vikur hefur hann verið orðaður við lið á Íslandi. Eiður hefur þó iðulega sagt að hann muni ekki snúa aftur til Íslands á ferli sínum.

Breiðablik er þó ekki í viðræðum um að krækja í Eið Smára en hann mun æfa með liðinu áfram.

Eiður er 38 ára gamall og er einn allra besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.


desktop