Eiður Smári í ítarlegu viðtali: Ég, Zola og Hasselbaink vildum allir spila saman

Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali við heimasíðu Chelsea á dögunum þar sem ýmislegt áhugavert kemur fram.

Íslendingurinn kom til félagsins frá Bolton á sínum tíma en hann spilaði með Chelsea á árunum 2000-2006.

Hann skoraði 78 mörk fyrir félagið, vann ensku úrvalsdeildina í tvígang og varð Deildarmeistari með liðinu.

Í viðtalinu ræddi hann m.a samstarf sitt við Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir eru eitt besta framherjaparið í sögu félagsins.

„Ég ræddi við Vialli í símann og eftir það gerðust hlutirnir hratt. Ég vissi að ég væri að fara í félag sem væri að fara berjast um enska úrvalsdeildartitilinn og þrátt fyrir spennuna þá var ég líka stressaður enda talsvert meiri pressa þarna en hjá Bolton. Það var líka stórt skref að flytja til London. Bolton var lítill, vinalegur bær en London var ansi stór staður fyrir unga fjölskyldu að flyta til og ég var í smá basli á undirbúningstímabilinu,“ sagði Eiður í samtali við heimasíðu Chelsea.

„Það fyrsta sem þú gerir þegar að þú ferð í nýtt félag er að vinna þér inn virðingu hjá liðsfélögum þínum. Þeir munu alltaf bera virðingu fyrir þér, persónulega en svo er það undir þér sjálfum komið að sýna að þú sért með hæfileikana til þess að spila fyrir félagið. Þeir sáu það snemma að ég var með hæfileika en það tók mig smá tíma að stimpla mig inn. Eftir að ég byrjaði minn fyrsta leik og skoraði gegn Liverpool þá var ísinn brotinn hjá mér.“

„Þegar ég og Jimmy hittumst í fyrsta sinn heilsuðumst við bara og ekkert meira, það var frekar rómantískt svona eftir á að hyggja. Við töluðum báðir hollensku en við ræddum stundum saman í einrúmi um það hvað við ætluðum að gera, okkar á milli inná vellinum. Við gátum spilað án þess að tala saman því við fundum alltaf hvorn annan á vellinum. Þetta var bara einn af þessum hlutum, við smullum saman.“

„Það var mikil barátta um laust sæti í liðinu því Franco Zola var þarna líka. Það var ekki auðvelt að keppa við hann um stöðu í liðinu og stundum settumst við allir þrír niður, ég, Zola og Hasselbaink og fórum yfir það af hverju við gætum ekki allir spilað saman og stundum vorum við þrír saman upp á topp en þetta var allt undir stjóranum komið.“

Eiður var frábær, tímabilið 2001/02 þar sem að hann og Hasselbaink skoruðu 52 mörk sín á milli og var ansi erfitt fyrir varnarmenn deildarinnar að ráða við þá tvo saman.

„Það hentaði okkur mjög vel að spila saman því leikstílar okkar voru ólíkir en hífðu hvorn annan upp. Jimmy var hrikalega öflugur á meðan ég var meira í því að reyna finna hann og koma boltanum til hans. Fyrir mér var hann alltaf mjög vanmetinn leikmaður. Hann þekkti sín takmörk og þetta var einn besti tími ferilsins að spila með honum hjá Chelsea.“

„Við vorum með frábær lið en okkur tókst ekki að halda pressunni á toppliðunum. Liðið var að treysta of mikið á mig og Jimmy og okkur vantaði mörk frá fleiri leikmönnum,“ sagði framherjinn öflugi að lokum.


desktop