Eigandi New England Patriots hefur áhuga á því að kaupa Liverpool

Robert Kraft, eigandi New England Patriots er spenntur fyrir því að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool en það er Mirror sem greinir frá þessu.

Billjarðamæringurinn var nálægt því að kaupa félagið árið 2005 þegar þeir George Gillett og Tom Hicks keyptu félagið.

FSG, núverandi eigendur félagsins skelltu verðmiða á félagið á dögunum og kostar það nú eina billjón punda og hefur Kraft rætt opinberlega um það að hann hafi áhuga á því að fjárfesta.

„Ég vil vinna, í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.“

„Ég hef hins vegar sett spurningamerki við það að það er ekkert launaþak í ensku úrvalsdeildinni.“

„Ég hjálpaði mikið til við að stofna bandarísku MLS-deildina og hún er á góðri leið. Liðið okkar, New England Revolution hefur komist í úrslitakeppnina í fimmgang.“

„Viðskiptaumhverfið í kringum ensku úrvalsdeildina er hins vegar öðruvísi en hér og það hræðir mig. Segjum sem svo að fólk allsstaðar að úr heiminum hafi áhuga á því að fjárfesta í deildinni, fólk hefur sínar ástæður og það eru kannski ekki allir að gera þetta með sömu áform í huga.“

„Það getur orðið erfitt fyrir marga, samkeppnislega séð.“


desktop