Eigandi Newcastle viðurkennir að hann sé ekki nógu ríkur

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur opinberlega viðurkennt það að að hann eigi ekki efni á að gefa Rafael Benitez meiri peninga á leikmannamarkaðnum í sumar.

Benitez er ósáttur með budduna sem hann fékk í sumar og vill fá hærri upphæð til að styrkja liðið.

Ashley er eigandi Newcastle og hefur verið í dágóðan tíma en hann segist einfaldlega ekki vera eins ríkur og aðrir eigendur.

,,Ég er ekki nógu ríkur til að keppa við lið á borð við Manchester City. Ég get það ekki og mun ekki gera það,“ sagði Ashley.

Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá Newcastle sem hefur lítið gert á markaðnum í sumar.


desktop