Eiginkona Zlatan vill flytja til Ítalíu

Svo gæti farið að Zlatan Ibrahimovic yfirgefi Manchester United í sumar einu ári eftir að hafa komið til félagsins.

Samningur Zlatan er á enda í sumar en ákvæði er um að framlengja hann.

Zlatan hefur verið frábær á þessu tímabili og skorað tuttugu mörk fyrir Jose Mourino og lærisveina hans.

Nú segja sænskir fjölmiðlar frá því að Helena Seger eiginkona hans vilji ekki búa á Englandi, hún vill fara með fjölskylduna til Ítalíu.

Seger kunni vel við sig þegar Zlatan lék á Ítalíu og vill fara þangað aftur en Napoli er á eftir sænska framherjanum.

Það væri áfall fyrir United en Jose Mourinho hefur talað eins og Zlatan verði áfram hjá félaginu.


desktop