Einkunnir úr leik Chelsea og WBA – Hazard bestur

Chelsea tók á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Eden Hazard kom Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan því 1-0 í leikhléi.

Victor Moses tvöfaldaði forystu heimamanna á 63. mínútu og Hazard gerði svo út um leikinn með glæsilegu marki á 71. mínútu og lokatölur því 3-0 fyrir Chelsea.

Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.

Chelsea:
Courtois 6
Azpilicueta 7
Christensen 7
Rudiger 6
Moses 6
Kante 6
Zappacosta 5
Pedro 6
Giroud 7
Hazard 8 – Maður leiksins

Varamenn: Morata 6.

WBA:
Foster 6
Dawson 6
Hegazi 6
Evans 7
Gibbs 6
Krychowiak 6
Barry 5
Brunt 6
Phillips 6
Rondon 6
Sturridge –

Varamenn: Rodriguez 5, Burke 5.


desktop