Einkunnir úr leik United og Chelsea – Lukaku maður leiksins

Manchester United tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Willian kom Chelsea yfir á 32. mínútu en Romelu Lukaku jafnaði metin fyrir heimamenn á 39. mínútu og staðan því 1-1 í leikhléi.

Jesse Lingard skoraði svo sigurmark United á 75. mínútu eftir að hafa komið inná sem varamaður og lokatölur því 2-1 fyrir Manchester United.

Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.

United:
De Gea 7
Valencia 6
Smalling 7
Lindelof 6
Young 6
Matic 7
McTominay 7
Pogba 6
Martial 7
Sanchez 7
Lukaku 8 – Maður leiksins

Varamenn: Lingard 7, Bailly 5

Chelsea:
Courtois 7
Azpilicueta 6
Christensen 5
Rudiger 5
Moses 6
Drinkwater 6
Kante 6
Willian 7
Alonso 6
Hazard 8
Morata 5

Varamenn: Pedro 5, Giroud 5, Fabregas 5


desktop