Einn sá besti mun starfa með Gylfa

Fyrrum miðjumaðurinn Claude Makelele hefur skrifað undir samning við lið Swansea City í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var staðfest í dag en Makelele hefur samþykkt að vera partur af þjálfarateymi Paul Clement í Wales.

Clement tók á dögunum við Swansea eftir að Bob Bradley var rekinn eftir skelfilegt gengi undanfarið.

Makelele ættu margir að þekkja en hann lék með liðum á borð við Real Madrid, Chelsea og Paris Saint-Germain.

Gylfi Þór Sigurðsson er því að fá mikla hjálp en hann hefur verið besti leikmaður Swansea á leiktíðinni.


desktop