Ekki möguleiki fyrir Chelsea að kaupa Aguero

Manchester City útilokar það að Kun Aguero framherji félagsins verði seldur í sumar.

Aguero hefur síðustu daga verið orðaður við Chelsea og áhugi félagsins virðist vera til staðar.

Sky Sports fjallar meðal annars um málið og segir Chelsea vilja fá Aguer til félagins.

Aguero er hins vegar ekki til sölu samkvæmt City og þarf því Chelsea að leita annað en félagið er á eftir sóknarmanni.

Diego Costa er á förum en Antonio Conte ætlaði að kaupa Romelu Lukaku sem endaði hjá Manchester United.


desktop