Enginn afrekað það sem Harry Kane gerði í kvöld

Juventus tók á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Gonzalo Higuain skoraði tvívegis fyrir heimamenn snemma leiks en þeir Harry Kane og Christian Eriksen jöfnuðu leikinn fyrir gestina og lokatölur því 2-2.

Þetta var níunda mark Harry Kane í Meistaradeildinni, í 9 leikjum sem er met í keppninni.

Hann tekur fram úr leikmönnum á borð við Ronaldinho, Simone Inzaghi, Didier Drogba og Diego Costa sem skoruðu 8 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum.

Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop