England staðfestir ráðningu á Neville fyrir kvennalandsliðið

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest ráðningu sína á Phil Neville sem þjálfara kvennalandsliðsins.

Neville hefur reynslu úr aðstoðarþjálfarastarfi hjá Manchester United og Valencia.

Neville tekur við af Mark Sampson sem var rekinn úr starfi á dögunum.

,,Ég er stoltur af því að leiða England, við getum byggt upp betra lið. Þessi hópur getur afrekað eitthvað sérstakt,“ sagði Neville.

Neville átti magnaðan feril sem leikmaður hjá Manchester United og Everton.


desktop