Ensk blöð fullyrða að City sé að hætta við Sanchez

Manchster City er tilbúið að hætta við kaup á Alexis Sanchez frá Arsenal. Telegraph og fleiri blöð fullyrða þetta.

City er ekki að stressa sig á þessu þar sem Gabriel Jesus er að ná heilsu.

Jesus er ekki jafn lengi frá og óttast hafði verið en hann var í skoðun í vikunni þar sem hlutirnir voru góðir.

City telur að Sanchez vilji koma til félagsins en ætla ekki að greiða þær 35 milljónir punda eins og Arsenal vill.

Þá er City ekki tilbúið að greiða Fernando Felicevich umboðsmanni Sanchez þá upphæð sem hann fer fram á. Talið er að Manchester United sé tilbúið að greiða þessa hluti en kaupverðið gæti þó orðið 30 milljónir punda.

United hefur rætt við Arsenal og talið er að félagið sé til í að láta Henrikh Mkhitaryan fara í skiptum fyrir Sanchez.


desktop