Er Ashley Cole að mæta aftur í enska boltann?

Ashley Cole er klár í að setjast niður með Harry Redknapp stjóra Birmingham. Sky segir frá.

Redknapp hefur talað um áhuga sinn á að krækja í Ashley Cole.

Robbie Keane sem lék með Cole í LA Galaxy er að fara í viðræður við Birmingham um að koma til félagsins.

Það gæti ýtt undir það að Cole komi einnig en Harry Redknapp ætlar sér stóra hluti með Birmingham.

Ashley Cole er einn af bestu vinstri bakvörðum England hefur átt en hann átti mörg góð ár með Chelsea og Arsenal.


desktop