Er Liverpool að reyna að kaupa Gylfa?

Ef marka má veðbanka er Liverpool byrjað að skoða þann möguleika að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson.

Everton leiðir kapphlaupið um Gylfa og eru lang mestu líkurnar á að hann endi þar.

Stuðullinn á að Gylfi endi hjá Liverpool hefur hins vegar lækkað mikið í dag.

Ef sett er eitt pund á að Gylfi yfirgefi Swansea og semji við Everton fæst 1,10 pund í dag gangi það í gegn.

Hjá Liverpool er stuðullinn miklu hærru og færðu 9 pund til baka ef Gylfi myndi enda hjá Liverpool.

Viðræður Swansea og Everton hafa gengið illa og dregist mikið, flestir telja þó að Gylfi endi hjá Everton.

Möguleiki er á að Liverpool skoði þann kost að fá Gylfa en Philippe Coutinho vill fara frá félaginu.


desktop