Er Özil að missa sæti sitt í þýska landsliðinu?

Mesut Özil miðjumaður Arsenal hefur síðustu ár átt sína bestu leiki í treyju Þýskalands.

Özil hefur verið frábær fyrir þýska landsliðið en það gæti verið að breytast.

Özil byrjaði á bekknum í leik gegn Frakklandi í kvöld en þó var um að ræða æfingaleik.

Þýskir fjölmiðlar fjalla um það að Özil gæti verið að missa sæti sitt í þýska landsliðinu.

Sagt er að Joachim Löw þjálfari Þýskalands íhugi nú stöðu Özil en þýskir fjölmiðlar telja að Özil gæti þurft að vera á bekknum í HM í Rússlandi næsta sumar.


desktop