Eru byrjaðir að veifa seðlunum framan í Costa

Tianjin Quanjian er aftur byrjað að reyna að fá Diego Costa framherja Chelsea í sínar raðir. Sky greinir frá.

Tianjin Quanjian reyndi að kaupa Costa frá Chelsea í janúar án árangurs.

Framherjinn ku hinsvegar hafa áhuga á því að fara til Kína og ætti það ekki að koma á óvart.

Costa þénar rúmlega 100 þúsund pund á viku hjá Chelsea í dag en Tianjin Quanjian er tilbúið að borga honum 650 þúsund pund á viku eftir skatt.

Chelsea hefur rætt við Costa um nýjan samning og boðið honum 150 þúsund pund á viku fyrir skatt.

Það er því svakalegur munur á þeim launum sem Costa getur fengið í Kína og ágætis líkur á að hann fari til Tianjin Quanjian í sumar.


desktop