Everton að losa sig við Cleverley

Tom Cleverley er á barmi þess að fara frá Everton en Ronald Koeman taldi sig ekki hafa not fyrir hann.

Morgan Schneiderlin er að ganga í raðir Everton frá Manchester United fyrir 24 milljónir punda.

Nú er Cleverley að ganga í raðir Wattford og fer í læknisskoðun þar.

Félögin hafa náð samkomulagi um lánssamning út tímabilið en Wattford hefur svo forkaupsrétt á honum.

Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki á þessu tímabili og vildi spila meira.


desktop