Faðir Loftus-Cheek gagnrýnir Jose Mourinho harðlega

Trevor Loftus-Cheek, faðir Rubin Loftus-Cheek, miðjumanns Chelsea segir að Jose Mourinho hafi komið í veg fyrir að leikmaðurinn myndi taka alvöru framförum.

Hann fékk lítið að spila með aðalliðinu þegar Mourinho var með liðið og er nú á láni hjá Crystal Palace þar sem hann hefur staðið sig vel.

Miðjumaðurinn var m.a valinn maður leiksins í leik Englands og Þjóðverja á dögunum og hafa margir kallað eftir því að hann byrji gegn Brasilíu líka.

„Jose Mourinho hélt aftur af honum. Hann átti að vera spila meira en hann gerði,“ sagði Trevor á dögunum.

„Fólk á bakvið tjöldin hjá félaginu spurði reglulega af hverju hann væri ekki að spila meira.“

„Ef Ruben hefði verið að spila fyrir Mauricio Pochettino þá væri hann með einhverja 80-90 leiki á bakinu,“ sagði hann að lokum.


desktop