Fékk loksins tækifæri með Chelsea en var tekinn af velli eftir 18 mínútur

Chelsea spilar við Burnley í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu en fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar er í gangi.

Staðan er óvænt 1-0 fyrir Burnley á Stamford Bridge en heimamenn eru aðeins tíu á vellinum.

Jeremie Boga fékk loksins tækifæri með aðalliði Chelsea í dag en hann er 19 ára efnilegur miðjumaður.

Boga hefur verið hjá Chelsea frá árinu 2009 en var í láni hjá Granada á síðustu leiktíð.

Boga entist í aðeins 18 mínútur í dag en honum var skipt af velli eftir brottrekstur Gary Cahill.

Cahill fékk beint rautt spjald á 13. mínútu leiksins í dag fyrir tæklingu og var rekinn af velli.


desktop