Fer Herrera til Ítalíu í sumar?

Ander Herrera miðjumaður Manchester United hefur dottið aftar í röðinni hjá Jose Mourinho.

Herrera spilaði stórt hlutverk á síðasta tímabili en í ár hefur hann verið meira og minna á bekknum.

Þessi spænski landsliðsmaður hefur bara byrjað átta leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Nú greina ítalskir fjölmiðlar greint frá því að AC Milan vilji kaupa miðjumanninn.

Herrera er 28 ára miðjumaður en hann kom til Manchester United árið 2014.


desktop